Það vorar á ný.

Þá er það loksins komið blessað vorið, og já sumarið líka samkvæmt dagatalinu.

Það er hætt við að vori seint í sálinni hjá sumum.

Það er nefnilega staðreynd  að á Íslandinu okkar góða býr fólk sem ekki hefur í sig og á, fólk sem er á hálfgerðum vergangi búið að missa húsnæðið sitt  og er upp á náð og miskunn ættingja og vina komið í vandræðum sínum, búslóða geymslur fást ekki lengur þær eru yfirfullar, heilu fjölskyldurnar ferðast milli vina og vandamanna með nauðsynlegustu hluti í tösku, fólk sem misst hefur allt sem það á og atvinnuna að auki hefur ekki ráð á að leigja og það sem verra er það hefur misst vonina um að það muni nokkurntímann vora á ný.

Fyrir börn er erfitt hlutskipti að upplifa svona tíma, þessvegna er mjög brýnt að létta á byrðum fjölskyldna í landinu, stefna að gjaldfrjálsum leikskóla, gjaldfrjálsum grunnskóla frá a-ö, einungis þannig geta öll börn setið við sama borð í skólakerfinu og þurfa ekki að líða fyrir stöðu foreldra sinna.

Það eru erfið spor fyrir marga sem alltaf hafa staðið við sitt að þurfa nú að biðja um aðstoð, sumir hreinlega treysta sér ekki til að berjast um í kerfinu, og fyllast skömm yfir kringumstæðum sínum.

Fólk verður að hafa von, von um betri tíð, réttlátari skiptingu kökunnar og umfram allt betri heim handa komandi kynslóðum.

Það er einhver óskiljanleg seigla í okkur íslendingum, við höfum lifað í harðbýlu landi og margt hefur yfir okkur komið í margskonar náttúruhamförum, við því er ekkert að gera nema þrauka þar til það er yfirstaðið, en hamfarir af mannavöldum eins og dunið hafa á okkur undanfarin ár er erfitt að leiðrétta nema hafa réttlæti til allra í samfélaginu að leiðarljósi.

 Ég er bjartsýn að eðlisfari og ég trúi að til sé fullt af hæfu fólki sem virkilega vill leiðrétta kjör þeirra verst settu.

Ég vona að fólk beri gæfu til að kjósa til starfa í næstu bæjar og sveitarstjórnir fólk sem raunverulega ber hag  þjóðarinnar og náttúrunnar fyrir brjósti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband