Skin og skúrir.

Í dag hafa verið skin og skúrir. Það er eins og vorið sé ekki alveg búið að ákveða hvenær það er komið fyrir alvöru. En vorverkin hjá garðyrkjumönnum þola enga bið. Ég er þessa dagana að stússast í ýmsum verkum í gróðrarstöðinni, ég nýt þeirra foréttinda að sjá pönturnar mínar vaxa og dafna með hverjum deginum sem líður. Það er ekki sjálfgefið að fá að starfa við það sem manni finnst skemmtilegt, alltof margir mæta til vinnu með kvíða í brjósti fyrir komandi degi, allof margir eru ekki metnir að verðleikum á vinnustaðnum sínum alltof margir vinna baki brotnu fyrir lágmarkslaunum og sjá enga leið aðra til að bæta kjör sín en bæta við sig enn meiri vinnu. Það virðist líka vera alltof algengt að því lægri launum sem fólk er á, því sjálfsagðara er álitið að brjóta á réttindum þess. Ég vildi óska að allir gætu verið ánægðir í starfi sínu en veit jafnframt að það mun vera ill framkvæmanlegt, en það eru margir litlir hlutir sem má laga, bros og hrós frá yfirmanninum þegar vel er gert getur breytt slæmum degi í góðan t.d. Og líka þetta, við erum öll hlekkir í einni keðju sá sem er á gólfinu er jafn verðmætur og sá sem trónir á toppnum. Ef að saumakonan saumar ekki tískuvörurnar hefur sölumaðurinn ekkert að selja. Ég hef heyrt suma lýsa þessu á hinn veginn til að réttlæta að sölumaður hafi hærri laun en saumakona. Einu sinni vann ég á ónefndum vinnustað sem mér líkaði mjög vel, fólkið var samhent og allir voru með góða menntun aðeins ein kona hafði ekki klárað háskólann var í hléi frá námi, hún var reyndar svolítiðið hrokafull á stundum, einn daginn hafði hún átt erindi niðrí sundahöfn, hún átti varla orð til að lýsa hneyslan sinni þegar hún hitti skólabróður sinn úr grunnskóla sem hafði hætt eftir tíunda bekk, og hvað haldiði að hann hafi verið að gera, hann var á lyftara niðrí Sundahöfn! Dýpra fannst henni varla hægt að sökkva, á lyftara! Ég benti henni góðfúslega á að einhverjir yrðu að vera á lyftara og kannski fyndist honum það bara skemmtilegt starf. En nú læt ég hér staðar numið að sinni og vona að næst þegar við verslum í stórmarkaði eða komum á aðra vinnustaði þar sem láglaunastefna er sannanlega viðhöfð, brosum allavega og verum kurteis við starfsfólkið það er aldrei að vita nema það geri daginn betri hjá einhverjum. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband