Blessaðar kosningarnar.

Eftir ríflega viku ganga landsmenn enn á ný til sveitastjórnakosninga. Nú keppast framboðin við að kynna stefnumál sín líkt og svo oft áður. Eru þetta ekki bara innantóm kosningaloforð spyr fólk mig en ég svara því auðvitað neitandi, að sjálfsögðu, en þannig er þetta líka, loforð okkar eru ekki og hafa aldrei verið orðin tóm, þau eru ekki ekki dregin fram í dagsljósið þegar kosningarnar nálsgst, þau eru öll með einum eða öðrum hætti skrifuð í stefnuskrá hreyfingarinnar, þau eru loforðin um virðingu fyrir náttúrunni og ekki síður okkar nánasta umhverfi, það eru loforð til fólksins að við munu gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um grunnþjónustuna frá vöggu til grafar, það eru loforðin um að ekkert barn skuli þurfa að líða fyrir efnhag foreldranna, loforðin um samfélag þar sem þú veist að ef veikindi steðja að, efnhagurinn rýrnar einhverra hluta vegna og ekki eru til peningar fyrir skólamat, strætó, frístundakorti, læknisþjónustu, akstri með fatlað barn, eða aldraðan einstakling þá muntu ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.

Kannski er mesta kjarabótin fyrir fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri, gjaldfrjáls leikskóli, leikskólinn er jú fyrsta skólastigið, ég býst við að foreldrar með börn á leikskólaaldri sjá hversu mikil kjarabót það yrði á mánuði ef ekki þyrfti að greiða leikskólagjöldin, setjist þau niður og reikni dæmið, ætli það mundi ekki toppa allar launahækkanir á vinnumarkaði fyrr og síðar, og það yrði ekki tekið um leið í hærra matarverði eða annarri hækkun eins og gerist svo sorglega oft þegar laun hækka eitthvað lítilræði á almennum vinnumarkaði. 

Stefnuskrá vinstri hreyfingarinnar má lesa Vg.is, og ég get lofað ykkur því að enginn úr okkar röðum mun gefa nokkurn afslátt nokkurntíma af sjálfsögðum mannréttindum, eins og þeim að fólk af erlendum uppruna finni fyrir virðingu og vinsemd í samfélaginu og upplifi sig sem hluta af okkar samfélagi, en ekki utangátta og sér á parti. 

Ég vona svo innilega að þið kjósið með jöfnuð og réttlátt samfélag að leiðarljósi í komandi  sveitarstjórnarkosningum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband