Á móti 'öllu'!

Ég velti því stundum fyrir mér hvort við verðum einhvertíma söm eftir kreppuna. Ég velti því líka fyrir mér hvernig við urðum hinu meinta góðæri að bráð og hvernig sumir virðast bíða eftir þeim tímum aftur þegar að því er virtist smjörið draup af hverju strái, starfsfólk lánastofnana hringdi og bauð okkur gull og græna skóga við trúðum því að íslenskt athafnafólk væri að gera það gott bæði hér heima og erlendis, aðalsmerki okkar var ekki lengur stál og hnífur, heldur gull og silfur og við flutum á draumasnekkjum að feigðarósi. Þeir sem ekki trúðu á þetta yndislega góðæri voru svo ömurlegir lúðar sem öllu vildu spilla og voru að fjargviðrast yfir launum fólks sem hafði svo rosalega mikla ábyrgð að annað eins hafði aldrei þekkst á Íslandi báru ábyrgð á heilu bönkunum og rosalega merkilegum stofnunum sem voru jafnvel í eigu þjóðarinnar, því skildi þeim vera ofgott að hafa tuttuguföld laun þeirra sem unnu á 'gólfinu'? Eða vildu friðarspillarnir sem voguðu sér að gagnrýna góðærið, vildi það fólk kannski taka við ábyrgðinni og svara fyrir ef svo ólíklega vildi til að eitthvað færi úrskeiðis?

Og hvað voru nokkrir fisktittir og landslag sem enginn hafði hvort sem er séð, samanborið við það að skapa heilu byggðarlagi atvinnu og þjóðum heimsins ál og þjóðinni gjaldeyri eða átti fólk útá landi kannski bara allt að vinna í fiski, nú eða flytja til Reykjavíkur?

Ég viðurkenni að ég er friðarspillir, ég er á móti 'öllu' eins og sagt er. Ég er á móti því að við böðlumst um landið okkar, sprengjum upp holt og hæðir, breytum fjöllum, fossum, vötnum, og árfarvegum umhugsunarlaust, af því við höldum að það sé gróðavænlegt.

Einu sinni átti að virkja einn fallegasta fossinn okkar, Gulfoss, en heimsæta á bæ einum í Biskupstungum kom í veg fyrir það, erum við nú ekki flest sammála um að virkjun Gullfoss hefði verið meiriháttar umhverfisslys? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Margrét. Ég er innilega sammála !

Ólafur Th Ólafsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband