Fíflunum fjölgar.

Hér á suðurlandi hefur verið nær óþolandi svifriksmengun í marga daga, rykið og askan smýgur inn um hverja glufu og inn í eyru og munn, alveg hreint hundleiðinlegt.

En nú rignir hann og þá léttist  nú lundin hjá mörgum nem'ann rigni lengi þá kvörtum við yfir því og ef ekki rignir nógu lengi þá kvörtum við yfir því líka.

Á Íslandi hafa nefnilega ansi margir allt á hornum sér þessa dagana þetta er orðið okkur svo tamt að við sjáum sum varla lengur til sólar, fólki finnst annað fólk vera fífl t.d ríkisstjórnin eins og hún leggur sig og svo eru ansi mörg fíflin um um allt landið og miðin og fíflunum hefur fjölgað alveg gífurlega nú í aðdraganda kosninganna, og þeim fjölgar sífellt sem gera sig að fifli með því að kalla aðra fífl! 

Hverskonar fíflalæti eru þetta eiginlega? 

Einhversstaðar heyrði ég nefnilega að þegar fíflunum fjölgar í kringum okkur skyldum við líta í eigin barm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband